Fréttir

Umhverfisstefna Djáknans

18.11.2019

Umhverfisstefna Djákninn ehf.

Djákninn rekur fjórar verslanir um landið og flytur inn fjöldann allan af rafrettu vörum og vökvum.
Með innflutningnum fylgir mikið af umbúðum/pappa og plasti. Við viljum vera samfélagslega ábyrg og höfum því tekið upp umhverfisstefnu.
Í henni felst að Djákninn ábyrgist að láta endurvinna allt plast, málma og allan pappa sem fellur til hjá okkur.
Við seljum rafrettuvökva í hágæða PET/HDPE plastflöskum sem hægt er að endurvinna á auðveldan hátt.

Við viljum bjóða viðskiptvinum okkar að taka þátt í að vernda umhverfið okkar og ætlum við því að bjóða uppá endurvinnslubónus fyrir hverja flösku sem skilað er til okkar.
Endurvinnslubónusinn virkar þannig að við veitum 200kr.- afslátt af næsta keypta vökva þegar þú skilar inn flösku.
Eingöngu er hægt að nýta endurvinnslubónusinn einu sinni á hvern vökva, semsagt flaska á móti flösku. Stærðin skiptir ekki máli, hvar eða hvenær flaskan var keypt.
Endurvinnslubónusinn fyrir að skila inn flöskum tók gildi 1. Nóvember 2019.

Djákninn mun einnig taka við öllum ónýtum rafrettum, brennurum, batteríum o.s.frv. og munum við koma því til skila í endurvinnslu án kostnaðar fyrir okkar viðskiptavini.
Ef ákveðnir hlutir falla ekki undir að hægt sé að endurvinna þá, munum við sjá til þess að þeir verði flokkaðir og þeim fargað samkvæmt íslenskum förgunarreglum.

* Endurvinnslubónusinn á eingöngu við um flöskur sem notaðar voru fyrir rafrettuvökva.
** Flöskur undan nikótín skotum falla ekki undir endurvinnslubónusinn.

Um própýlen glýkól (PG) og glýserín (VG) við gufun (vaping)

28.07.2016

Um própýlen glýkól (PG) og glýserín (VG) við gufun (vaping)

 

Rannsókn á PGE (sem er blanda af própýlen glýkóli og glýkól etherum) frá árinu 2010 gaf í skyn að aukin áhætta væri á þróun öndunarfæra- og ónæmiskvilla hjá börnum, á við astma, heymæði og exem. Hinsvegar var það talið að glýkól etherar væru líklegri ástæða þessara kvilla en própýlen glýkól (PG). Á grundvelli fyrirliggjandi gagna má reikna með að própýlen glýkól sé öruggt til innöndunar, en þörf er á heildstæðari rannsóknum til staðfestingar.

Mikið hefur verið um óupplýstan hræðsluáróður í fjölmiðlum þar sem því er haldið fram að própýlen glýkól sé eiturefni sem notar er í frostvara. Hættulega efnið sem þar er verið að vísa til er hinsvegar ethýl glýkól, sem er náskylt efni en er ekki notað í rafrettu vökva.

Þó própýlen glýkól sé álitið öruggt til manneldis getur það valdið alvarlegum skaða hjá gæludýrum. Almennt er það talið öruggt sem fæðubótarefni fyrir hunda, en hefur hinsvegar verið tengt við svokallað Heinz-agna blóðleysi í köttum. Farið því gætilega með gufun í nálægð við gæludýr, sér í lagi ef um ketti er að ræða og rafrettu vökvinn inniheldur própýlen glýkól.

 

Hvað þarf ég að vita varðandi gufun með própýlen glýkóli?

Sumum finnst mikið magn própýlen glýkóls ertandi fyrir hálsinn. Ofnæmi fyrir própýlen glýkóli eru fátíð en hafa þó komið fram. Ef þú verður var/vör við útbrot eða önnur óþægindi eftir notkun rafrettuvökva sem inniheldur própýlen glýkól er ráðlegt að nota fremur hreinan glýserín vökva. Finna má söluaðila sem bjóða orðið upp á þann möguleika. 

 

Viðvörun

Algengustu aukaverkanir af notkun á rafrettuvökvum sem innihalda própýlen glýkól eru: munnþurrkur, hálssærindi og aukinn þorsti. Þessi einkenni geta varað allt frá nokkrum dögum og upp í viku, á meðan líkaminn venst því að nota própýlen glýkól. Ráðlagt er að drekka meira vatn eða annan vökva fyrstu vikurnar sem þú notar rafrettu. Hafa skal í huga að ýmiss líkamleg viðbrögð geta komið fram þegar hætt er að reykja tóbak og geta verið ótengd notkun á própýlen glýkóli.

 

Glýserín (VG)

Hvað er það?

VG (Vegetable Glycerin) stendur fyrir glýserín, sem er náttúrulegt efni upprunnið úr plöntuolíum og er því hentugt fyrir grænmetisætur. Algengt er að glýserín sé notað í rafrettu vökva til að skapa þéttari tilfinningu af innöndun við gufun. Glýserín hefur lítillega sætt bragð og er talsvert þykkara en própýlen glýkól. Innöndunar áhrif af vökva sem hefur hátt magn glýserins eru mun mýkri en af própýlen glýkóli, þetta gerir glýseerín mun hentugra til notkunar við gufun með lágu viðnámi (sub-ohm). Nikótín og bragðefni eru almennt aðeins í própýlen glýkól vökva en einhverjir söluaðilar eru þó farnir að bjóða upp á nikótín og bragðefni blandað í glýserín vökva, svo hægt er orðið að búa til hreinan glýserín rafrettu vökva.

 

Í hvað er glýserín notað?

Glýserín má finna í fjölmörgum vörum, svo sem lyfjum, matvælum og snyrtivörum:

  • Sem sætuefni og staðgengil sykurs.
  • Í snyrtivörum eins og farða, froðu, freyðibaði, rakspíra og svitalyktareyði.
  • Í gæludýrafóðri.
  • Í sápum og handáburðum.
  • Í matvælum eins og bökunarvörum til að auka raka.
  • Í lyfjaáburðum, lyfjahylkjum og ýmsum gelum til að búa til þykka áferð.
  • Í tannkremum og öðrum tannhirðu vörum.

 

Er það skaðlaust?

Glýserín er „almennt álitið öruggt“ samkvæmt skilgreiningu Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) og er almennt litið á glýserín sem eitt þeirra efna sem eru skaðlaus mönnum. Samkvæmt rannsóknarstöðlum sýnir það lítil eitrunaráhrif við inntöku og lítil líkindi á að erta húð og augu. Byggt á þessum skilgreiningum og víðtækri notkun glýseríns í matvælum og lyfjaframleiðslu má því gera ráð fyrir að það sé skaðlaust mönnum. Hinsvegar má benda á að hér á það sama við og þegar kemur að própýlen glýkóli, að þó víðtækar rannsóknir hafi verið gerðar á áhrifum af inntöku glýseríns hafa fáar rannsóknir verið gerðar á áhrifum af innöndun þess.

Rannsókn frá 2008 á eitrunar áhrifum sýndi fram á minniháttar áhættu af innöndun á glýseríni í loftkenndu formi. Má því gera ráð fyrir að gufun með glýseríni hafi engin alvarleg heilsufarsáhrif, en þó væru frekari rannsóknir á áhrifum þess æskilegar.

Mikilvægt er að komi fram að líkur á ofnæmi fyrir glýseríni eru afar litlar. Það gerir það að gagnlegum kosti fyrir þá sem lenda í vanda með gufun á rafrettu vökva sem inniheldur própýlen glýkól. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir pálmafeiti eða kókosolíu gætu þó lent í vanda með notkun á glýseríni, slík ofnæmi eru þó afar sjaldgæf. Sykursjúkir gætu lent í vanda með að vinna úr glýseríni, en það magn sem notað er við gufun ætti að vera undir mörkum og því ólíklegt til að valda slíkum vanda.

 

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég nota glýserín?

Hinn þykki eiginleiki glýserín vökva getur gert það að verkum að endingartími gufunartækja verður styttri en við notkun á vökva með própýlen glýkóli. Vökvar með háu hlutfalli af glýseríni stífla gormana í hiturunum hraðar og geta gengið illa saman við sum forðahylki, jafnvel ganga þeir alls ekki saman við sum þeirra. Eldri gerðir tækja eru líklegri til að virka illa við notkun glýseríns, sér í lagi gerðir sem nota minni gorma. Meðal algengra forðahylkja sem komið hefur í ljós að gengur illa að nota með glýserín vökva eru Nautilus, Innokin og eGo.

 

Viðvörun

Algengustu aukaverkanir af gufun með vökva sem inniheldur hátt hlutfall af glýseríni eru: munnþurrkur, hálssærindi og aukinn þorsti. Enn skal áréttað að mikilvægt er að drekka nóg af vökva og taka hlé frá gufun ef þess gerist þörf. 

 

Hvaða hlutfall af própýlen glýkóli / glýseríni er best að nota?

Það er afar misjafnt hvað hentar hverjum og veltur það á hvers konar upplifun verið er að leita eftir með gufun. Fólk notar afar breytileg hlutföll af própýlen glýkóli og glýseríni eftir því hvers það leitar:

Háls „högg“ – ef þú ert að leita eftir snörpu háls „höggi“ þegar þú gufar mun þér líka betur við hátt hlutfall af própýlen glýkóli. „Höggið“ aftast í hálsinum er nokkuð sem margt fyrrum reykingafólk leitar eftir. Própýlen glýkól (ásamt nikótíni) skapar þessa upplifun mun betur en glýserín. Própýlen glýkól hefur nokkuð betra bragð en glýserín.

Mýkt – vökvi með háu hlutfalli af glýseríni gefur mun mýkri tilfinningu í hálsinn og talsvert „þykkari“ tilfinningu í munni. Bragð af glýseríni er svolítið dauft, en það má bæta upp með því að auka styrkinn á tækinu til að framleiða meiri gufu. Gættu þess þó að vera innan þeirra orku marka sem tækið þolir því annars eykur þú hættuna á þurrum skotum eða getur jafnvel skaðað tækið þitt.

Ósýnileg gufun – ef þú vilt láta lítið fara fyrir gufun þinni á almanna færi er hátt hlutfall própýlen glýkóls betri kosturinn. Þar sem minni gufa kemur af fráöndun er þessi kostur kjörinn fyrir þá sem vilja síður vera áberandi við gufun. Vel að merkja, þá ættir þú þó ávallt að beita almennri skynsemi. Gufun getur verið bönnuð á ýmsum stöðum, svo sem á biðstöfum eða í almenningsvögnum, gufun á slíkum stöðum er líka einfaldlega dónaskapur jafnvel þó ekki liggi bann við því. Þar sem gufun er tiltölulega ný til komin ber okkur skylda til að taka tillit til viðhorfa annarra og haga okkur af skynsemi.

Skýjamyndun – skýjamyndun hefur orðið æ vinsælli meðal þeirra sem gufa, þetta felst einfaldlega í því að anda frá sér þéttum skýjum af gufu, því þéttari því betra. Þetta athæfi hefur meira að segja verið efni til keppnisviðburða þar sem sá sem nær að mynda þéttasta skýið vinnur. Ef þetta er það sem sóst er eftir er hátt hlutfall glýseríns eini valkosturinn, því hærra hlutfall sem er af glýseríni í rafrettu vökvanum því betra.

 

Hvers konar uppsetningu á rafrettu ég að nota?

Það er ekki nóg að velja bara milli hærra hlutfalls af glýseríni eða própýlen glýkóli og vona að það fari vel. Allt veltur þetta líka á búnaðinum sem þú notar, ef hann hentar ekki blöndunni getur það leitt til ertingar í hálsi sem getur verið óþægileg eða vandamála við upptöku vökva í tækinu sem getur orsakað þurr skot. 

 

Hentugar uppsetningar

Heilsamsett forðahylki (Clearomizers) – heilsamsettu hylkin eru orðin einna algengustu forðahylkin sem notuð eru við gufun, þar á meðal eru gerðirnar Mini Nautilus og Kanger Protank. Þessi hylki eru með gufunartæki sem taka gorma með viðnám á bilinu 1,2-2,5 ohm og eru vanalega í gufun undir 15W. Þessi hylki eru alla jafna óhentug til notkunar fyrir vökva sem innihalda hátt hlutfall glýseríns þar sem gormarnir ráða illa við þykkan og seigan vökva og það getur leitt til þurra skota og bruna á bómul, sem getur verið afar óþægilegt. Ráðlagt er að nota þessi hylki fyrir vökva sem inniheldur hátt hlutfall própýlen glýkóls eða mest helmingaskipt (50/50) hlutfall á móti glýseríni.

Hylki með lágu viðnámi (sub-Ohm) – meðal þessara hylkja eru Aspire Atlantis og Kanger Subtank, ásamt fleirum. Þau geta þurft talsvert meiri orku en venjuleg heilsamsett hylki (clearomizers) og eru hönnuð til að ráða við vökva sem inniheldur hátt hlutfall glýseríns. Gufun við hærri orkunotkun eyðir rafrettu vökva mun hraðar en annars svo þú mátt gera ráð fyrir að vökvinn þinn hverfi talsvert hraðar en vökvi sem inniheldur hærra magn própýlen glýkóls. Ef þú vilt fræðast frekar um þetta mælum við með að þú skoðir upplýsingar um gufun með lágu viðnámi og einnig gagnlegar upplýsingar um rafhlöðuöryggi. 

Dropun (RDA/Dripping) – ef þú kýst að nota dropun hefur þú mun meiri sveigjanleika þegar kemur að vökvum. Þú þarft þó enn að hafa í huga hvaða gorma þú ert að nota – gormar með lágu viðnámi eru notaðir fyrir gufun á vökvum með háu glýserín hlutfalli og gormar með hærra viðnámi eru notaðir fyrir gufun á vökvum með háu hlutfalli af própýlen glýkóli – þú þarft þó ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því hvort bómllinn nái að metta almennilega. Eins og ávallt fer hlutfallið á vökvum eftir smekk hvers og eins, en algengast virðist vera að dropað sé með vökva blöndu í 30/70 hlutfalli af glýseríni á móti própýlen glýkóli.

 

Hvað þarf ég að vita um própýlen glýkól og glýserín þegar ég geri eigin rafrettu vökva?

Besta leiðin til að finna þína fullkomnu blöndu af própýlen glýkóli og glýseríni er að prófa þig áfram í að gera þinn eigin rafrettu vökva. Það er furðu einalt og hagkvæmt að auki. Farið verður dýpra í þetta efni annarsstaðar en hér eru nokkur atriði sem sem hafa þarf í huga:

Að láta vökva setjast – ef þú býrð til vökva sem er með hátt hlutfall glýseríns tekur þú eftir að hann er lengur að setjast. Þetta á einkum við um flóknari uppskriftir sem innihalda mörg bragðefni. Uppskriftir með háu hlutfalli af própýlen glýkóli og aðeins einu bragðefni eru oftast minni tíma að setjast, sumar þeirra eru jafnvel tilbúnar strax. Við mælum með að þú lesir nánar leiðbeiningar um hvernig á að láta rafrettu vökva setjast.

Bragðefni og nikótín – meirihluti bragðefna og nikótíns er bundið í própýlen glýkól vökva. Mikilvægt er að gera ráð fyrir þessu þegar gera á rafrettu vökva sem er með hátt glýserín hlutfall, því eftir því sem hlutfall nikótíns og bragðefna er hærra lækkar hlutfall glýseríns. Það er hægt að fá nikótín og bragðefni í glýserín vökva, en erfitt getur verið að nálgast hann þar sem hann er enn sem komið er frekar óalgengur.

Þynning á vökva – ef þú hefur búið til vökva með háu hlutfalli að glýseríni gæti gormurinn í tækinu þínu átt í erfiðleikum með að hita þennan þykka seiga vökva. Þetta má leysa með því að bæta eimuðu vatni við vökvann til að þynna hann, það auðveldar bómulnum að drekka vökvann í sig.

 

Að lokum

Grundvallar eiginleikar própýlen glýkóls og glýseríns eru einfaldir að átta sig á. Þessi efni virka á ólíkan hátt og hafa bæði sína kosti og galla. Við ráðleggjum þér að byrja á jöfnu hlutfalli (50/50) milli efnanna og prófa þig svo áfram með ólíkar samsetningar til að sjá hvað þér líkar. Gættu þess þó að uppsetningin á tækinu þínu ráði við þessar ólíku samsetningar efnanna. 

Margir sem gufa vilja geta breytt til og nota breytilegt hlutfall milli própýlen glýkóls og glýseríns hverju sinni. Einnig vilja margir breyta um bragð. Ávaxta og drykkja bragðefni henta oft vel með própýlen glýkóli þar sem skerpa þess blandast vel við frískleika bragðefnanna. Að sama skapi henta rjóma, búðings og jógúrt bragðefni oft vel með glýseríni þar sem þykk tilfinningin sem kemur í munni ýtir undir eftirrétta upplifunina. Það eru þó engar fastar reglur í þessum efnum, best er að þú látir bragðlaukana ráða ferðinni.